
Tómas Þorvaldsson GK 1o er í sinni fyrstu veiðiferð og tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 þessa mynd í þokusuddanum á Halanum í dag.
Tómas Þorvaldsson GK 10 hét áður Sisimiut GR6-500 en upphaflega er um að ræða togara sem Skagstrendingur hf. á Skagaströnd lét smíða í Noregi árið 1992.
Arnar HU 1 hét hann og var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. Þorbjörn hf. í Grindavík keypti hann aftur til Íslands og fékk hann afhentan í vor.
Tómas Þorvaldsson GK 10 er 67 metra langur og 14 metra breiður.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.