Bárður SH 81 sjósettur

Bárður SH 81. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður SH 81 var sjósettur á dögunum í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og fékk síðan þessar myndir hjá stöðinni.

Bárður SH 81 , smíðanúmer 135 hjá stöðinni, er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann mun leysa af hólmi Víkingbát með sama nafni sem er 30 bt. að stærð.

Bárður SH 81 klár til sjósetningar. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður hinn nýi er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og þar með stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður SH 81 er útbúinn til netaveiða, en auk þess er hann með búnað til dragnótaveiða. Hann mun geta borið 55 tonna afla í körum.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Von er á Bárði SH 81 heim síðar í sumar og treystir síðuhaldari á að Alfons Finnsson myndi hann við komuna.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kossau á siglingu upp Tagusána

Kossau siglir til hafnar í Lissabon. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Kossau siglir hér upp Tagusána til hafnar í Lissabon síðdegis í gær.

Kossau er 88 metra langt, 13 metra breitt og mælist 2,461 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2007 og er í eigu Erwin Strahlmann Brunsbuttel í Þýskalandi.

Kossau siglir undir fána Antigua & Barbuda og heimahöfn skipsins er St. John´s.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.