Þórir SF 77 kom til Njarðvíkur í gærkveldi

2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Þórir SF 77 kom til Njarðvíkur í gærkveldi þeirra erinda að taka veiðarfæri og ís áður en haldið yrði í fyrstu veiðiferð eftir breytingar.

Þórir SF 77 hefur verið í Hafnarfirði frá því hann kom til landsins frá Póllandi eftir lengingu ofl. breytingar. Í Hafnarfirði var m.a. sett vinnslulína á millidekkið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.