Tveir sjómenn heiðraðir á Húsavík

Jakob G. Hjaltalín, Hólmfríður Arnbjörnsdóttir, Dómhildur Antonsdóttir og Hermann Ragnarsson.

Tveir húsvískir sjómenn voru heiðraðir í dag, Sjómannadaginn, við hátíðlega athöfn í Sjóminjasafninu.

Það vorur þeir Hermann Ragnarsson og Jakob Gunnar Hjaltalín sem að þessu sinni voru heiðraðir fyrir störf sín til sjós en þeir voru til fjölda ára á sjó frá Húsavík sem og nokkrum öðrum höfnum á Íslandi.

Þeir voru m.a. í áhöfn Júlíusar Havsteen sem sigldi fánum bryddur til heimahafnar á Húsavík frá Akranesi árið 1976, þar sem hann var smíðaður fyrir Höfða hf.

Þaðan fóru þeir yfir á Kolbeinsey ÞH 10 þegar hún kom í flota Húsvíkinga árið 1981.

Lesa má meira um þessa kappa hér

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
1576. Kolbeinsey ÞH 10. Ljósmynd Sigfús Jónsson.
Húsvíkskir sjómenn heiðraðir í dag. Ljósmynd Framsýn.

Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar stéttarfélags ásamt Jakobi, Hermanni og eiginkonum þeirra Hólmfríði og Dómhildi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sjómenn til hamingju með daginn

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Með þessari mynd sem sýnir Jökul ÞH 259 á skemmtisiglingu á Skjálfanda árið 2012 sendi ég sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni Sjómannadagsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.