
Gulli vinur minn Árna Björns tók þessa mynd á dögunum á Borgarfirði eystra. Hún sýnir Högna NS 10 undir krananum og verið er að hífa bjóðin á land.
Högni NS 10 er í eigu Fiskverkunar Kalla Sveins ehf. og var smíðaður í Danmörku árið 1979, nánar tiltekið í Faaborg.
Ekk er ég með miklar uppl. um bátinn en í skipaskrá er fyrra nafn Karen.
Högni NS 10 er 9,78 metra langur, 3 metra breiður og mælist 7,32 brl./9,15 BT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Högni er búinn að endast Kalla Sveins vel og lengi.
Líkar viðLíkar við
Það má segja það
Líkar viðLíkar við