Halcyon 1 siglir í kvöldsólinni á Tagusánni

Halcyon 1 á siglingu á Tagusánni. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Lissabon, höfuðborg Portúgals, liggur á bökkum Tagusárinnar sem  er lengsta  á Íberíuskagans og Halycon 1, sem sést á þessari mynd, er ein af þeim fleytum sem sigla um ána með ferðamenn.

Kristsstyttan sem sést í baksýn er samskonar og í Río de Janeiro í Brasilíu og er hún yfir hundrað metrar að hæð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Drangey SK 2 á stími

2893. Drangey SK 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Það var dandalablíða á miðunum fyrir vestan land í síðustu viku þegar Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir af Drangey SK 2 frá Sauðárkróki.

2893. Drangey SK 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skinney og Þórir

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Hér birtast myndir af tvíburunum Skinney SF 20 og Þóri SF 77 á siglingu. Báðar þessar myndir hafa birst áður en set þær inn til gamans.

Þórir SF 77. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Særún EA 251

1527. Særún EA 251 ex Gullfaxi SH 125. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Særún EA 251 frá Árskógssandi er hér að draga netin, að ég held á Breiðafirði, á vetrarvertíð snemma á níunda áratug síðustu aldar.

Særún hét upphaflega Gullfaxi SH 125 frá Grundarfirði.

Í 3. tbl. Ægis 1979 segir svo frá:

8. febrúar s.l. afhenti Skipasmíðastöðin Skipavík h.f. í Stykkishólmi nýtt 73 rúmlesta stálfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 19 hjá stöðinni og hlaut skipið nafnið Gullfaxi SH 125.

Smíði skipsins var með þeim hætti að smíði á skipsskrokki og yfirbyggingu fór fram hjá Dráttarbrautinni h.f. í Neskaupsstað, en síðan var skipið dregið til Stykkishólms, þar sem lokið var við skipið, þ.e. smíði innréttinga, niðursetningu á véla- og tœkjabúnaði o.fl. 

Eigandi skipsins er Kristinn Arnberg Sigurðsson Grundarfirði og er hann jafnframt skipstjóri á skipinu.

Gunnar Jónasson í Garðabæ kaupir bátinn 1980. 1981 er hann seldur norður á Árskógssand, til feðganna Konráðs Sigurðssonar, Gunnlaugs Konráðssonar og Sigurðar Konráðssonar og nefndu þeir bátinn Særúnu EA 251. Seldur til Patreksfjarðar síðla árs 1992 þar sem hann fékk nafnið Brimnes BA 800. Skutlengdur í Slippstöðinni á Akureyri.

Um mitt ár 2016 fær báturinn nafnið Steinbjörg BA 273 og í lok sama árs verður hann Þristur BA 36 en það nafn ber hann í dag. Báturinn er gerður út á sæbjúgnaveiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.