Capella siglir út Vigoflóa

Capella ex Thorbjorg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið Capella sigldi framhjá Chapella rétt í þessu og tók ég þessa mynd út um gluggann í íbúðinni sem við dveljum í. Capella hét áður Thorbjorg og þar áður Pentland Phoenix og var smíðað í Japan árið 1993. Nánar tiltekið í Shin Kochi Jyukoskipasmíðastöðinni í Kochi. Skipið er … Halda áfram að lesa Capella siglir út Vigoflóa

Júlíus Havsteen ÞH 1

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. Ljósmynd Pétur Jónasson. Júlíus Havsteen ÞH 1 var fyrsti skuttogari húsvíkinga, smíðaður hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi 1976. Togarinn, sem var tæplega 300 brl. að stærð, hét lengst af þessu nafni en þegar nýr Júlíus Havsteen ÞH 1 var keyptur frá Grænlandi var þessi seldur og fékk nafnið … Halda áfram að lesa Júlíus Havsteen ÞH 1