Polar Amaroq á landleið í gærkveldi

Polar Amaroq GR 18-49 ex Gardar. Ljósmynd Sigmund frá Teigum 2019.

Færeyingurinn Sigmund frá Teigum tók þessa mynd af Polar Amaroq í gærkveldi en hann er í áhöfn skipsins.

Húsvíkingurinn Sigurjón Sigurbjörnsson er það einnig, stýrimaður á skipinu og sendi hann síðuna þessa mynd.

Að sögn Sidda voru þeir við síldarleit í grænlensku lögsögunni en fundu ekkert. Þeir eru á leið til Akureyrar en kallarnir ætla að taka nokkurra daga frí.

Skipið er í eigu Polar Pelagic en Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlenska útgerðarfélaginu. 

Skipið hét áður Gardar og var í eigu norska útgerðarfélagsins K. Halstensen. Það var smíðað árið 2004 og lengt tveimur árum síðar.

Polar Amaroq er vinnsluskip, 3.2000 brúttótonn að stærð, 83,8 m. á lengd og 14,6 m. á breidd. Það getur lestað 2535 tonn, þar af 2000 í kælitanka.

Frystigeta um borð er 140 tonn á sólarhring og er þá miðað við heilfrystan fisk en frystirýmið er fyrir 1000 tonn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Pálína Ágústsdóttir EA 85 lætur úr höfn

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Pálína Ágústsdóttir EA 85 lét úr höfn í Grindavík í gær og Jón Steinar sendi drónann á loft.

Báturinn var var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1985 og hét upphaflega Harpa GK 111. Hann er er búinn að heita eftirtöldum nöfnum síðan: Hrísey SF 48, Silfurnes SF 99, Sóley SH 124.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

K & G Fiskverkun ehf. keypti bátinn sumarið 2017 og gaf því núverandi nafn. Báturinn er 144 brl. /202 BT að stærð, lengd hans er 25,99 metrar og breiddin 7 metrar. Hann er búinn 764 hestafla Caterpillar aðalvél.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution