Sveinn Rafn SU 50

2204. Sveinn Rafn SU 50 ex Hrannar HF 346. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Rækjutogarinn Sveinn Rafn SU 50 kemur hér að landi á Húsavík á fögru ágústkveldi árið 2003.

Togarinn var keyptur frá Grænlandi síðla árs 1993 af Kögurfelli ehf. á Ísafirði og fékk nafnið Hafrafell ÍS 222.

Hafrafell ÍS 222 kom til heimahafnar á Ísafirði í marsmánuði 1994 og frá því var sagt í DV þann 28. þess mánaðar:

Nýtt skip bættist í flota ísfirðinga á dögunum þegar rækjuskipið Hafrafell ÍS-222 lagðist að bryggju við Sundahöfn á Ísafirði.

Hafrafell er 300 tonna rækjufrystiskip sem keypt var frá Grænlandi í nóvember í fyrra. Það hefur veriö í breytingum í Reykjavík undanfarna mánuði.

Eigandi skipsins er Kögurfell hf. á Ísafirði. Skipið mun fullvinna alla rækju á Japansmarkað en iðnaðarrækjan mun verða unnin í Básafelli hf. á Ísafirði. Skipstjóri á Hafrafelli er Pétur Birgisson.

Eins og segir í fréttinni var hann keyptur frá Grænlandi þar sem hann bar upphaflega nafnið Nagtoralik. Árið 1990 fær hann nafnið Nagto og sama ár fær hann svo nafnið Perquk sem hann bar þegar hann var keyptur hingað til lands.

2204. Sveinn Rafn SU 50 ex Hrannar HF 346. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Skipið var smíðað í Esbjerg í Danmörku árið 1978 og mældist það 272 brl. að stærð. Aðalvélin var af Grenaa gerð, 810 hestöfl.

Hafrafell var selt árið 1997 en það var þá í eigu Básafells hf. og fékk nafnið Hrannar HF 346 og var í eigu Hraunsvíkur ehf. í Hafnarfirði.

Árið 1999 kaupir Andromeda ehf. á Fáskrúðsfirði skipið og gefur því nafnið sem það ber á myndunum, Sveinn Rafn SU 50. Síðar í eigu LBI ehf. og Svan-Fishing ehf. en fer í núllflokk hjá Fiskistofu 1. september 2004. Seldur til Líbýu sama ár. Liggur í höfn í Valetta á Möltu í dag.

2204. Sveinn Rafn SU 50 ex Hrannar HF 346. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s