Ásgeir RE 60 í Reykjavíkurhöfn sumarið 1974

1026. Ásgeir RE 60. Ljósmynd Leifur Hákonarson 1974. Ásgeir RE 60 liggur hér við bryggju í Reykjavík sumarið 1974 en þá klár til síldveiða í Norðursjó. Myndina tók Leifur Hákonarson. Ásgeir RE 60 var smíðaður fyrir Ísbjörninn h/f í Deest í Hollandi árið 1966. Í Morgunblaðinu 24. desember það ár sagði svo frá komu Ásgeirs … Halda áfram að lesa Ásgeir RE 60 í Reykjavíkurhöfn sumarið 1974

Freyja II ÍS 401 við bryggju á Súgandafirði

525. Freyja II ÍS 401. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson. Freyja II ÍS 401 er hér við bryggju á Suðureyri við Súgandafjörð upp úr 1960. Hvaða bátur er utan á honum hef ég ekki upplýsingar um. Freyja II ÍS 401 var smíðuð 1954 í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði fyrir Fiskiðjuna Freyju hf. Suðureyri Súgandafirði. Báturinn … Halda áfram að lesa Freyja II ÍS 401 við bryggju á Súgandafirði

Jumbo Jubilee kominn með skrokkana til Brattvåg

Jumbo Jubilee við bryggju í Brattvåg. Ljósmynd Gjögur hf. 2019. Flutningaskipið Jumbo Jubilee kom til hafnar í Brattvåg í Noregi í gærmorgun með skrokkana fjóra sem smíðaðir voru í Víetnam fyrir íslenskar útgerðir. Skipið flutti Vörð ÞH 44, Áskel ÞH 48, Steinunni SF 10 og Þinganes SF 25 þessa löngu leið en siglingin hófst þan … Halda áfram að lesa Jumbo Jubilee kominn með skrokkana til Brattvåg

Björgúlfur og Akurey

2892. Björgúlfur EA 312 kemur til hafnar í Hafnarfirði í gær. Ljósmynd Óskar Franz. Hér birtast myndir af tveim skuttogurum sem smíðaðir voru í Tyrklandi fyrir íslendinga en þó ekki í sömu stöðinni. Óskar Franz tók myndirnar i gær, 1. maí. Björgúlfur EA 312 var smíðaður fyrir Samherja hf. í Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi. … Halda áfram að lesa Björgúlfur og Akurey