Gasflutningaskipið Clean Planet

Clean Planet. Ljósmynd Svafar Gestsson 2019.

Svafar Gestsson tók þessar myndir í dag af gasflutningaskipinu Clean Planet rétt vestan við Honningsvåg í Finnmörk í Noregi.

Honningsvåg í Finmörku. Ljósmynd Svafar Gestsson 2019.

Clean Planet er með heimahöfn í Majuro en það siglir undir fána Marshalleyja.

Skipið er 289 metra langt og 46 metra breitt. Mælist 105,943 GT að stærð. Það var smíðað ári 2014.

Clean Planet. Ljósmynd Svafar Gestsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd