Strákur SK 126

1100. Strákur SK 126 ex Strákur ÍS 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Dragnótabáturinn Strákur SK 126 kemur hér að landi á Húsavík þann 4. september árið 2007.

Hann hafði verið að veiðum í Öxarfirði og kom til löndunar á Húsavík. Strákur SK 126 var í eigu Litlamúla ehf.

Strákur SK 126 hét upphaflega Siglunes SH 22 frá Grundarfirði. Smíðaður hjá Þorgeir og Ellert h/f árið 1970 fyrir Hjálmar Gunnarsson útgerðarmann.

Siglunesið var selt Meleyri h/f á Hvammstanga 1982 og varð við það HU 222. Bræðurnir Aðalsteinn Pétur og Óskar Eydal Aðalsteinssynir á Húsavík kaupa bátinn árið 1987 og varð hann þá ÞH 60.

Eftir að báturinn var seldur frá Húsavík hét hann áfram Siglunes, fyrst SH 22 og síðan HF 26. Því næst Erlingur GK 212, Erlingur GK 214, Sigurbjörg Þorsteins BA 65, Strákur ÍS 26 og loksins Strákur SK 126 sem varð hans síðasta nafn.

Strákur SK 126 sigldi sína síðustu ferð þegar hann fór til Esbjerg í Danmörku til niðurrifs. Hafði hann annan fyrrum húsvíkskan bát í slefi yfir hafið og lögðu þeir upp frá Krossanesi við Eyjafjörð sumarið 2008. Þar var um að ræða Jón Steingrímsson RE 7 sem upphaflega hét Dagfari ÞH 40.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s