Hópsnes GK 77

2318. Hópsnes GK 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Stakkavík ehf í Grindavík hefur átt nokkra smábáta frá Mótun ehf. sem hafa nafnið Hópsnes GK 77.

Sá sem er hér fyrir ofan var smíðaður 1999. Gáski 900d og mældist 6 brl. að stærð. Seldur austur á Neskaupstað 2003 þar sem hann fékk nafnið Sær NK 8. 2014 var hann Sær HF 138.

2580. Hópsnes GK 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Næsta Hópsnes GK 77 var af gerðinni Gáski 1150 og var smíðaður árið 2003. Báturinn er 11,4 brl. að stærð og heitir Smári ÓF 20 í dag.

Árið 2006 var hann keyptur til Bakkafjarðar þar sem hann fékk nafnið Digranes NS 123. Það nafn bar hann bar þar til að hann fékk núverandi nafn í maímánuði árið 2017.

2673. Hópsnes GK 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Þriðja Hópsnesið frá Mótun ehf. kom árið 2006 og er af gerðinni Gáski 1280, 12 brl. að stærð.

Árið 2014 kaupir Sólrún ehf. á Árskógssandi Hópsnesið sem fær nafnið Særún EA 251. Í haust var Særún seld austur á Breiðdalsvík þar sem báturinn fékk nafnið Elli P SU 206 í eigu Gullrúnar ehf.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s