Sæfari AK 55

208. Sæfari AK 55 ex Kópur EA 33. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Sæfari AK var smíðaður fyrir Ríkissjóð Íslands í Svíþjóð árið 1947 og mældist 102 brl. að stærð.

Upphaflega hét báturinn Haukur 1 ÓF 5 og var í eigu Hauks h/f á Ólafsfirði. Seldur 1957 Fiskvinnslunni h/f á Akureyri og fékk báturinn nafnið Kópur EA 33.

Seldur Fiskiveri h/f á Akranesi 1958 og fékk þá það nafn sem hann ber á myndinni.

Í Sjómannablaðinu Víkingi í febrúar 1959 sagði svo:

25. nóv.´58. M.b. Sæfari, AK 55, kom til Akraness. Fiskiver h.f. hefir keypt bátinn af Steinþóri Helgasyni fisksala, Akureyri. Hét báturinn áður Kópur, en upphaflega Haukur I. Hann er 100 brl. að stærð, með eins árs gamla Lister- dieselvél, ganghraði um 11 mílur. Skipstjóri á Sæfara er Jóhannes Guðjónsson. Fiskiver h.f. lét m.b. Aðalbjörgu, 52 brl. í skiptum upp í kaupin á m.b. Sæfara.

Sæfari AK 55 var seldur til Grindavíkur 1965 þar sem hann fékk nafnið Ólafía GK 98. Selt til Reykjavíkur 1971, kaupandinn Guðmundur Ragnarsson breytti ekki nafni né númeri. Báturinn fékk nafnið Sigmundur Sveinsson RE 317 þegar Bjarni Sæberg Þórarinsson og Ölver Skúlason keyptu hann árið 1972.

Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1974. Uppl. íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s