Börkur NK 122

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. Ljósmynd Þorsteinn Eyfjörð Friðriksson 2018.

Börkur NK 122 sést hér á loðnumiðunm á síðsut vertíð en myndina tók Þorsteinn Eyfjörð skipverji á Hákoni EA 148.

Börkur NK 122 hét áður Malene S frá Noregi og var keyptur hingað til lands í febrúar árið 2014.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að Börkur NK hafi verið smíðað í Tyrklandi árið 2012. Skipið er 3588 tonn að stærð, 80,30 metr­ar að lengd og 17 m á breidd. Aðal­vél þess er 4320 KW af gerðinni MAK, auk þess er skipið búið tveim­ur ljósa­vél­um 1760 KW og 515 KW. Skipið er búið svo­kölluðum „Diesel Electric“-búnaði sem þýðir að hægt er að keyra það ein­göngu með ljósa­vél og kúpla út aðal­vél­inni.

Skipið er búið öfl­ug­um hliðar­skrúf­um 960 KW og er vel búið til tog-  og nóta­veiða.  Burðargeta skips­ins er 2500 tonn, skipið er búið öfl­ug­um RSW kæli­búnaði eða 2 millj­ón Kcal með ammoní­ak-kælimiðli. 

Eins og menn kanski muna er von á nýjum Berki NK 122 í árslok 2020 en um það má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s