
Aðalsteinn Jónsson SU 11 er hér með nótina úti á síðustu loðnuvertíð en myndina tók frændi minn Þorsteinn Eyfjörð skipverji á Hákonui EA 250 frá Grenivík.
Aðalsteinn Jónsson hét áður Libas og smíðaður árið 2004, hann er 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd.
Skipið var smíðað í Fitjar Mek. Verksted í Noregi og er geysilega vel útbúið til veiða en skipið er einnig hannað til hafrannsókna og þjónustu við olíuleit.
Aðalvél skipsins er Wartsila 12V32, 6000 kw eða 8100 hestöfl og burðargeta er um 2400 m3 í 12 kælitönkum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.