Hjalteyrin EA 310

1514. Hjalteyrin EA 310 ex Arinbjörn RE 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér birtist mynd af Hjalteyrinni EA 310 við bryggju á Akureyri og var hún tekin áður en skipið komst í rauða Samherjalitinn.

Togarinn, sem er 378 brl. að stærð, hét upphaflega Arinbjörn RE 54, smíðaður í Stálvík árið 1978 fyrir Sæfinn hf. í Reykjavík. Arinbjörn hafði smíðanúmer 26 hjá stöðinni en var fjórði skuttogarinn sem var smíðaður þar.

Honum var breytt í frystitogara í Stálvík árið 1985.

Samherji hf. á Akureyri keypti Arinbjörn RE 54 haustið 1989 og fékk hann nafnið Hjalteyrin EA 310.

Það nafn bar hann til ársins 1997 en snemma það ár var hann seldur til Onward Fishing Co., dótturfyrirtækis Samherja í Skotlandi. Hjalteyrin fékk nafnið Onward Highlander.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd