
Bátar við bryggju á Húsavík um árið, sést í skut Fanneyjar ÞH 130 og Kristbjörg ÞH 44 liggur utan á Sæljóni EA 55 frá Dalvík. Aftan við þá liggur Sæborg ÞH 55.
Sæljónið sökk haustið 1988 en hinir þrír voru seldir frá Húsavík.
Fanney og Sæborg komu aftur, eru hvalaskoðunarbátar í dag og bera sömu nöfn og á myndinni.
Kristbjörgin heitir í dag Örkin og er skemmtibátur frá Siglufirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.