Jónas Guðmundsson GK 275

1499. Jónas Guðmundsson GK 275 ex Jónas Guðmundsson SH 317. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Jónas Guðmundsson GK 275 kemur hér að landi í Sandgerði í febrúarmánuðið árið 2004. Báturinn var gerur út af J&G ehf. og með heimahöfn í Garði.

Í dag heitir báturinn Óskasteinn ÍS 16 en frá því að hann bar nafnið Jónas Guðmundsson og til dagsins í dag hefur hann borið nöfnin Fagurey HU 9 og Fagurey HF 21, Ígull HF 21, Ýmir BA 32 Ýmir ÁR 16 og Óskasteinn ÍS 16.

Báturinn hét upphaflega Flosi ÍS 15 og er 29 brl. að stærð. Flosi var smíðaður í Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri árið 1977. Báturinn, sem smíðaður var fyrir Græði h/f og Jón Egilsson skipstjóra í Bolungarvík, hafði smíðanúmer nr. 9 hjá Vör.

Árið 1983 var báturinn seldur til Reykjavíkur og fékk nafnið Sæljón RE 19 sem hann bar næstu 17-18 árin. Eigandi Guðmundur Gunnarsson skipstjóri og útgerðarmaður.

Árið 2001 fékk útgerðin nýtt Sæljón RE 19 sem smíðað var í Kína og fékk báturinn þá nafnið Sæljón II RE 119 í stuttan tíma en var síðan keyptur til Hafnar í Hafnarfirði haustið 2001. Þar fékk hann nafnið Jón Aðal SF 63.

Það var svo haustið 2002 sem hann fék nafnið Jónas Guðmundsson GK 275. Skráður fljótlega í Ólafsvík með SH 317 en varð aftur GK 275 haustið 2003.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s