Hallsteinn EA 130

541. Hallsteinn EA 130 ex Hersteinn RE 351. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1963.

Hallsteinn EA 130 er hér við bryggju á Akureyri í októbermánuði árið 1963 en þar beið hann nýrra eigenda.

Þeir voru Olgeir Sigurgeirsson og synir hans Sigurður og Hreiðar sem tók þessa mynd. Þeir höfðu bátaskipti á Akureyri, komu siglandi á Nirði ÞH 44 sem var 10 brl. að stærð og sigldu heim til Húsavíkur á Hallsteini sem var 22 brl. að stærð.

Hallsteinn fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44 og var sú fyrsta af fjórum bátum sem áttu eftir að bera þetta nafn og númer.

Báturinn var smíðaður í Danmörku 1934 og hét upphaflega Ægir GK 8, 22 brl. að stærð, og var frá Gerðum. Síðar hét hann Hersteinn ÁR, Hersteinn RE, Hallsteinn EA og loks Kristbjörg ÞH 44 árið 1963. 

Skálabrekkufeðgar gera hann út til ársins 1970 að hann er seldur til Suðurnesja. Þar heldur hann nafni sínu en verður GK 404 en örlög hans réðust þann 13 nóvember 1971 þegar hann strandaði á Stafnesi og eyðilagðist.

Hér má lesa frásögn sem segir frá því þegar Ægi GK 8 hvolfdi þann 12. febrúar 1944.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s