
Nýr og glæsilegur frystitogari Nesfisks ehf., Baldvin Njálsson GK 400, kom til landsins í dag eftir siglingu frá Spáni þar sem hann var smíðaður.
Elvar Jósefsson tók þessar myndir sem hér birtast þegar skipið kom til Keflavíkur en þar var komið við á leið þess til Hafnarfjarðar.
Baldvin Njálsson GK 400 var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Armon Vigo S.A í Vigo og kemur í stað eldra skips sem selt var til Rússlands.
Baldvin Njálsson GK 400 er 65,6 metrar að lengd og 16 metrar að breidd. Hann mælist 2.879 brúttótonn að stærð. Hann er búinn 3.000 kW Wärtsilä aðalvél.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution