Sjómannadagskveðja

2991. Jökull ÞH 299 ex Nanoq. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það hefur tíðkast hjá mér hingað til að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn á Sjómannadaginn sjálfan en það er best að henda kveðjunni bara inn núna í upphafi Sjómannadagshelgarinnar.

Sem sagt til hamingju með Sjómannadaginn og kveðjunni fylgir mynd sem ég tók á Húsavík í dag.

Hún sýnir Jökul ÞH 299 liggja við þvergarðinn með signalinn uppi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Börkur NK 122

2983. Börkur NK 122. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2021.

Börkur NK 122 kom til heimahafnar á Neskaupstað í gær og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd þá.

Á vef Fiskifrétta segir m.a 

Skipið er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft AS þar í landi. Börkur er systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA sem kom til landsins í aprílbyrjun.

Nýr Börkur er smíðaður með flotvörpu- og hringnótaveiðar í huga þannig að hann er dæmigert uppsjávarveiðiskip. Hann mun leysa af hólmi skip sem ber sama nafn sem smíðað var í Tyrklandi árið 2012.

Nýi Börkur er 89 metrar að lengd, 16,6 metrar að breidd og mælt rúmlega 4.100 brúttótonn. Aðalvélar í skipinu eru tvær og kælitankar 13 talsins, alls 3.420 rúmmetrar. Í skipinu verða vistarverur fyrir 16 manns. Skipið kostar 5,7 milljarða króna heim komið.

Skip­stjór­ar á Berki verða þeir Hjörv­ar Hjálm­ars­son og Hálf­dán Hálf­dán­ar­son.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution