Páll Helgi ÍS 142

1502. Páll Helgi ÍS 142 ex Rósa HU 294. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það kom að því að maður næði þessum á mynd og þó fyrr hefði verið. Páll Helgi ÍS 142 heitir hann og er frá Bolungarvík.

Smíðaður hjá Básum hf. í Hafnarfirði árið 1977 og hét upphaflega Rósa HU 294.

Í 1. tbl. Ægis 1978 sagði m.a svo frá:

19. nóvember s.l. afhenti Básar h. f. í Hafnarfirði 29 rúmlesta eikarfiskiskip, sem hlaut nafnið Rósa HU-294 og er smíði nr. 5 hjá stöðinni.

Rósa HU-294 er lítið eitt stærri en næsta nýsmíði stöðvðarinnar á undan, sem var Aldan RE-327, en svipað að byggingarlagi.

Eigendur skipsins eru Friðrik Friðriksson, sem jafnfram er skipstjóri, og Sigurður B. Karlsson, Hvammstanga.

Rósa HU 294 var seld til Bolungarvíkur í lok árs 1978 og fékk nafnið Páll Helgi ÍS 142. Eigendur Guðmundur Rósmundsson og Benedikt, Páll og Hólmsteinn Guðmundssynir. Frá árinu 2000 er skráður eigandi Páll Helgi ehf. í Bolungarvík.

Báturinn, sem er ekki lengur notaður til fiskveiða, er þessa dagana í hringferð í kringum Ísland með þýskan listmálara, Peter Lange að nafni.

Páll Helgi kom til Húsavíkur í gær en þessar myndir tók ég í dag þegar lét úr höfn. Eins og sjá má á myndunum er tjald á dekkinu og þar sinnir Peter Lange listinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s