Nivenskoyen landaði í Hafnarfirði

IMO 8843018. Nivenskoye K 1966. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Rússneski togarinn Nivenskoyen kom til Hafnarfjarðar í fyrradag með um 1500 tonna afla sem skipað var yfir í flutningaskip.

Togarinn, sem var smíðaður árið 1991, er 104 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4,407 GT að stærð.

Heimahöfn Nivenskoye er Kalinigrad sem er rússnesk borg við Eystrasalt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution