Sæunn ÞH 22 í kvöldsólinni

7158. Sæunn ÞH 22 ex Þyrí. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Sæunn ÞH 22 lætur hér úr höfn á Húsavík í kvöld en hún er í eigu Sævars Guðbrandssonar og er af Sómagerð. Hét áður Þyrí og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1989 en hefur verið í eigu Sævars frá árinu 1991. Skráð sem skemmtibátur … Halda áfram að lesa Sæunn ÞH 22 í kvöldsólinni

Ver RE 112

357. Ver RE 112 ex Svavar Steinn GK 206. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ver RE 112 var síðasta nafn þessa báts sem upphaflega hét Breiðfirðingur SH 101 og var smíðaður í Danmöfku árið 1955. Breiðfirðingur var 28 brl. að stærð búinn 140 hestafla Hundestad díeselvél. Hann var smíðaður fyrir ArnarSigurðsson, Kristján Guðmundsson og Rögnvald Ólafsson á … Halda áfram að lesa Ver RE 112

Jeanette við Bökugarðinn

IMO 9357509. Jeanette ex Jeannette. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Jeanette kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka. Skipið var smíðað árið 2007 og bar nafnið Anet fyrstu tvö árin og síðan Jeannette í ár en frá árinu 2001 það nafn sem það ber á myndinni. Skipið, sem siglir undir … Halda áfram að lesa Jeanette við Bökugarðinn