
Onward Fishing Company hefur selt togara sinn, Norma Mary, til grænlensku útgerðarinnar Polar Seafood.
Guðmundur Óli Hilmisson, framkvæmdastjóri Útgerðasviðs Onward, segir í Fiskifréttum í dag að ástæða sölunnar sé brottför Bretlands úr Evrópusambandinu og samningsleysi um veiðiheimildir í kjölfarið.
Norma Mary var smíðuð 1989 og hefur áður borið nöfnin Ocean Castle, Napoleon og Fríðborg áður en hún fékk núverandi nafn árið 2010.
Norma Mary var lengd 2011 og er nú 73,4 metrar að lengd. Breiddin er 13 metrar og hún mælist 2342 GT að stærð.
Norma Mary var með heimahöfn í Hull en hér má sjá fleiri myndir af togaranum
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution