
Sæborg EA 125 hét upphaflega Laxinn NK 71 og var smíðaður í Noregi árið 1978 fyrir Sigurð Ölversson á Neskaupstað.
Árið 2012 breyttist eignarhaldið í Keppingur ehf. en báturinn, sem er 9 brl. að stærð og af Viksundgerð, hét þessu nafni allt í byrjun þessa árs.
Þá fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Sæborg EA 125.
Eigandi Fengur útgerð ehf. og heimahöfnin Akureyri.
Það var eitthvað verið að viðra bátinn í dag og skipstjórinn tók hring fyrir mig og það tvo frekar en einn.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution