Áki í Brekku SU 760

2660. Áki í Brekku SU 760 ex Arnar II SH 757. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Áki í Brekku sem sést hér sigla inn til hafnar á Húsavík í kvöld hét upphaflega Happasæll KE 94. Hann var smíðaður í Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2004 og er 29,90 brl/ 29,83 BT að stærð.

Árið 2009 er Happasæll seldur til Stykkishólms þar sem hann fékk nafnið Arnar SH 157 og í kjölfarið var yfirbyggður.

Í ársbyrjun 2019 er skráningu bátsins breytt í Arnar II SH 757 og í september sama ár fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Áki í Brekku SU 760. Eigandi Gullrún ehf. og heimahöfnin Breiðdalsvík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæborg EA 125 á Siglufirði

1841. Sæborg EA 125 Laxinn NK 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Sæborg EA 125 hét upphaflega Laxinn NK 71 og var smíðaður í Noregi árið 1978 fyrir Sigurð Ölversson á Neskaupstað.

Árið 2012 breyttist eignarhaldið í Keppingur ehf. en báturinn, sem er 9 brl. að stærð og af Viksundgerð, hét þessu nafni allt í byrjun þessa árs.

Þá fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Sæborg EA 125.

Eigandi Fengur útgerð ehf. og heimahöfnin Akureyri.

Það var eitthvað verið að viðra bátinn í dag og skipstjórinn tók hring fyrir mig og það tvo frekar en einn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Ásbjörnsson RE 777 kemur að landi

2755. Jón Ásbjörnsson RE 777 ex Ragnar SF 550. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson2021.

Þar kom að því að ég næði að fanga þennan á kortið og þó fyrr hefði verið. Jón Ásbjörnsson RE 777 kemur hér að landi á Siglufirði upp úr hádeginu í dag.

Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni Víkingur 1200.

Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Vigur ehf. á Hornafirði og hét Ragnar SF 550 til ársins 2013. Það ár var báturinn seldur Fiskkaup hf. í Reykjavík sem gaf honum nafnið Jón Ásbjörnsson RE 777.

Ég tók eitthvað fleiri myndir af honum sem ég birti þegar heim kemur.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.