Meira af Múlaberginu

1281. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það var upplagt að mynda Múlabergið þegar það fór síðdegis þar sem blessuð sólin var komin á betri stað en hún var á í hádeginu þegar togarinn kom.

Og ekki orð um það meir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Múlaberg kom til Húsavíkur í dag

1281. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Skuttogarinn Múlaberg SI 22 frá Siglufirði kom til Húsavíkur í dag en Kári Páll og hans menn hjá Ísfelli ætluðu að kíkja eitthvað á rækjutrollið.

Múlaberg, sem er annar svokallaðra tvegga Japanstogaranna sem enn eru í útgerð á Íslandi, er í eigu Ramma hf. í Fjallabyggð.

Togarinn hét upphaflega Ólafur Bekkur ÓF 2, hann var smíðaður í Japan fyrir Útgerðafélag Ólafsfjarðar hf. og kom í fyrsta skipti til heimahafnar þann 8. maí árið 1973.

Lesa má meira um togarann hér.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.