Vonin KE 10

1631. Vonin KE 10 ex Lundaberg AK 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Vonin KE 10 kom hingað til Húsavíkur um kvöldmatarleytið í kvöld svona líka nýmáluð og flott.

Vonin hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður í Bátalóni árið 1982 fyrir Bakkfirðinga.

Í Ægi 9. tbl. Ægis sagði m.a svo frá:

10. júní s.l. afhenti skipasmíðastöðin Bátalón h/f í Hafnarfirði 30 rúmlesta stálfiskiskip, sem hlotið hefur nafnið Fálkinn NS-325, og er nýsmíði stöðvarinnar nr. 466. Fálkinn NS er smíðaður eftir sömu teikningu og Valur RE, sem Bátalón afhenti 31. mars s.l. (sjá 7. tbl. ’82).

Fálkinn NS er í eigu Hafnarbakka h/f á Bakkafirði, sem á fyrir Halldór Runólfsson NS-301, 29 rúmlesta stálfiskiskip, sem einnig var smíðað hjá Bátalóni h/f og afhent í apríl á s.l. ári (sjá 4. tbl. ´81.

Á rúmu ári hefur Bátalón h/f afhent þrjú stálfiskiskip til Bakkafjarðar, hið þriðja er Már NS 87. Skipstjóri á Fálkanum NS er Jón Helgi Matthíasson og framkvœmdastjóri útgerðarinnar er Kristinn Pétursson.

Fálkinn var seldur frá Bakkafirði árið 1985 og hefur heitið eftirfarandi nöfnum síðan: Sigurbára VE 249, Vestmannaeyjum. Sveinbjörg SH 317, Ólafsvík, Sveinbjörg ÁR 317, Þorlákshöfn, Vörðufell GK 205, Grindavík, Vörðufell SF 200, Hornafirði, Gæfa SF 2, Hornafirði,Mundi Sæm SF 1, Hornafirði, Goði AK 50, Akranesi og Lundaberg AK 50, Akranesi. 

Árið 2014 fékk báturinn það nafn sem hann ber í dag, Vonin KE 10. Báturinn er í eigu Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. og heimahöfn hans Keflavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sóley SH 150

619. Sóley SH 150 ex Jóhanna Magnúsdóttir RE 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Hér liggur Sóley SH 150 við bryggju í sinni heimahöfn, Grundarfirði, sumarið 1986 frekar en 7.

Sóley hét upphaflega Jón Jónsson SH 187 frá Ólafsvík og var báturinn smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959.

Hann var smíðaður fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík, síðar Stakkholt hf., og var hann gerður út þaðan til ársins 1975.

Þá var hann seldur á Blönduós þar sem hann fékk nafnið Guðmundur Einarsson HU 100. Sama ár seldur til Dalvíkur og varð Dalborg EA 317. Til Reykjavíkur fór hann 19977 og nafnið sem hann bar þar var Valur RE 7.

Aftur fór hann til Dalvíkur, það var árið 1981 og fékk nafnið Merkúr EA 24. Ári síðar var hann seldur aftur til Reykjavíkur þar sem han fék knafnið Jóhanna Magnúsdóttir RE 70.

Það nafn bar hann þegar hann var seldur til Grundarfjarðar árið 1983 og fékk það nafn sem hann ber á myndinni, Sóley SH 150.

Í Grundarfirði var Sóley til ársins 1995 en þá var hún seld til Hornafjarðar þar sem hún fékk nafnið Hrafnsey SF 8. Haustið 2002 fær báturinn nafnið Fanney SK 83 með heimahöfn á Sauðárkróki en ári síðar breytist það í HU 83 og heimahöfn verður Hvammstangi.

Það var svo árið 2010 sem báturinn fékk sitt síðasta nafn sem var Lára Magg ÍS 86.

Báturinn var rifinn í Njarðvík árið 2015 en hann hafði þá legið lengi í höfninni þar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lilja ÞH 21

6603. Lilja ÞH 21 ex Einar EA 209. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Strandveiðibáturinn Lilja ÞH 21 kemur hér að landi á Húsavík í vikunni en hana gerir út Bjarni Eyjólfsson.

Lilja ÞH 21 hét áður Einar EA 209 og var smíðaður í Plastgerðinni sf. í Kópavogi árið 1984. Báturinn er tæplega 6 brl. að stærð.

Lilja hét upphaflega Snókafell GK 30 en 1985 fékk hann nafnið Gunnar Níelsson EA 555 með heimahöfn á Hauganesi. Heimild: aba.is

Árið 1991 fékk báturinn nafnið Einar EA 209 með heimahöfn á Akureyri. Því nafni hét hann þar til hann var keyptur til Húsavíkur vorið 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.