Doddi SH 223

2716. Doddi SH 223 ex Siggi afi HU 122. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson 2021.

Jón Páll Ásgeirsson tók þessa mynd í gær þar sem verið var að landa úr Dodda SH 223 í Reykjavíkurhöfn.

Doddi SH 223, sem er gerður út af Útgerðafélaginu Kili ehf., var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 2006 og hét upphaflega Siggi afi HU 122. Því nafni hélt hann allt til þess að hann fékk núverandi nafn í júní 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Valaberg GK 399

1031.Valaberg GK 399 ex Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Valaberg GK 399 hét áður Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 en upphaflega Magnús NK 72, smíðaður fyrir Ölver hf. á Neskaupsstað.

Smíðin fór fram árið 1967 í Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi og var með smíðanúmer 263. Magnús, sem var 274 brl. að stærð, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í marsmánuði 1967.

Um Magnús NK 72 má lesa hér en hann var seldur til Grindavíkur í febrúarmánuði 1988. Þá fékk hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. Í september sama ár fékk báturinn nafnið Valaberg GK 399, eigandi Sigluberg hf. í Grindavík.

Sigluberg hf. gerði einnig út Háberg GK 299 og Sunnuberg GK 199 og öfluðu þeir hráefnis fyrir Fiskimjöl & Lýsi í Grindavík.

Sigluberg hf. seldi Valaberg GK 399 Sævaldi Pálssyni í Vestmannaeyjum haustið 1989.

Báturinn fékk nafnið bergu VE 44 en meira um það síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution