Ásdís ÞH 136 – Myndasyrpa

2783. Ásdís ÞH 136 ex Ingunn Sveinsdóttir AK 91. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Í þessari myndasyrpu gefur að líta grásleppubátinn Ásdísi ÞH 136 frá Húsavík þar sem hún er á heimstími í veðurblíðunni í dag.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er það Barmur ehf. sem gerir hana út en báturinn er af gerðinni Cleopatra 31.

Ásdís ÞH 136 hét upphaflega Kristján ÍS 110 en þegar báturinn var keyptur til Húsavíkur árið 2015 hét hann Ingunn Sveinsdóttir AK 91.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ósk ÞH 54 á Skjálfanda

2447. Ósk ÞH 54 ex Guðný NS 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Grásleppubáturinn Ósk ÞH 54 er hér á siglingu til hafnar á Húsavík í dag en grásleppuveiðin hefur verið mjög góð hjá bátnum.

Ósk ÞH 54 er tæp 12 bt. að stærð af AWI-gerð og smíðuð í Færeyjum 1999. 

Eigandi frá árinu 2016 er Sigurður Kristjánsson sem áður gerði út Von ÞH 54. Ósk ÞH 54 hét áður Guðný NS 7 frá Seyðisfirði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution