Laxinn, nýr strandveiðbátur í flota Húsvíkinga

5920. Laxinn GK 177 ex Laxinn ÍS 109. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Laxinn GK 177 kom til Húsavíkur í dag en nýr eigandi hans, Reynir Hilmarsson, sigldi honum frá Akureyri í sunnanvindi.

Laxinn, sem er strandveiðibátur, var smíðaður árið 1978 í Mótun og af þeirri gerð báta sem kölluðust Færeyingar. Það ku vera mjög lítið eftir af upprunalega bátnum en hann hefur verið stækkaður og endurbyggður.

Upphaflega hét báturinn Ungi EA 228, var 2,17 brl. að stærð og búinn 20 hestafla Bukhvél.

Frá árinu 1982 hefur báturinn heitið Laxinn, fyrst EA 478 og síðan ÁR 9, ÍS 49, ÍS 109 og loks GK 177.

Eins og áður segir hefur báturinn verið endurbyggður og mælist nú 3,58 brl. að stærð, í honum er 177 kw. Yanmarvél frá 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Saxhamar SH 50

1028. Saxhamar SH 50 ex Sjöfn EA 142. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2021.

Saxhamar SH 50 kemur hér til hafnar í Sandgerði en hann er þessa dagana á netaralli fyrir Hafró.

Elvar Jósefsson tók myndina en Saxhamar sinnir SV. svæðinu í netarallinu.

Um Saxhamar SH 50 má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorleifur er á netaralli

1434. Þorleifur EA 88 ex Hringur GK 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þorleifur EA 88 er á netaralli fyrir Hafró eins og mig grunaði og kom hann og landaði á Húsavík í morgun.

Að lokinni löndun var stímið sett í Öxarfjörð þar sem netin verða lögð næst.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorleifur EA 88

1434. Þorleifur EA 88 ex Hringur GK 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Grímseyjarbáturinn Þorleifur EA 88 kemur hér að bryggju á Húsavík í gær, spurning hvort hann sé á netaralli fyrir Hafró.

Um Þorleif má lesa hér en báturinn er í dag gerður út af AGS ehf. í Grímsey.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution