
Línubáturinn Særif SH 25 kom til hafnar í Sandgerði sl. föstudag og þá voru þessar myndir teknar af bátnum.
Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík.
Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið 2012 hjá Trefjum í Hafnarfirði. Eftir að báturinn var lengdur um þrjá metra árið 2013 fékk hann nafnið Hálfdán Einarsson ÍS 128.
Árið 2015 var báturinn seldur Melnesi ehf. á Hellisandi og fékk hann þá nafnið Særif SH 25.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution