Snekkjan A og Samskip Hoffell á Eyjafirði

IMO 1012141. A og IMO 9196943. Samskip Hoffell mætast á Eyjafirði. Ljósmynd Örn Stefánsson 2021.

Örn Stefánsson tók þessa mynd síðdegis í dag þegar lystisnekkjan A og flutningaskipið Samskip Hoffell mættust á Eyjafirði.

Í Fréttablaðinu í dag segir m.a svo frá snekkjunni:

Nafn snekkj­unn­ar er A og var henn­i hleypt af stokk­un­um árið 2015. Hún er auk segls búin vél sem knýr hana á­fram. Engu var til spar­að við gerð skút­unn­ar. Hún er í eigu rúss­nesk­a millj­arð­a­mær­ings­ins Andrey Meln­ich­en­ko og er skráð á Berm­úd­a­eyj­um. Hún er tal­in stærst­a segl­skút­a í eink­a­eig­u sem knú­in er jafn­framt með mót­or.

Snekkj­an var af­hent eig­and­a sín­um árið 2017. Hún var smíð­uð af þýsk­u skip­a­smíð­a­stöð­inn­i Kob­iskr­ug í Kiel. Ytra borð henn­ar er hann­að af Do­el­ker + Vog­es, fransk­a art­i­tekt­in­um Jacq­u­es Garc­i­a og hin­um fræg­a fransk­i hönn­uð­i Phil­ipp­e Starck, sem einn­ig hann­að­i fleyið að inn­an.

Samskip-Hoffell var smíðað árið 2000 og er 4,454 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hörður Björnsson ÞH 260

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 sem GPG Seafood gerir út hélt í róður nú undir kvöld og var þessi mynd tekin þá.

Upphaflega hét skipið Þórður Jónasson, fyrst RE 350 en lengst af EA 350. Smíðaður í Noregi 1964.

GPG keypti hann frá Stykkishólmi árið 2015 en þar hét hann Gullhólmi SH 201.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution