Aðalbjörg RE 5

1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Dragnótabáturinn Aðalbjörg RE 5 kemur hér að landi í Sandgerði síðdegis í dag en báturinn er gerður út af Aðalbjörgu RE 5 ehf. í Reykjavík.

Aðalbjörg RE 5 var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987 og lengd árið 1995. Hún er eftir það 21,99 metrar að lengd og mælist 59 brl./68 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurfari GK 138

2403. Sigurfari GK 138 ex Hvanney SF 51. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Dragnótabáturinn Sigurfari GK 138 kom að landi í Sandgerði í kvöld og voru þessar myndir teknar þá.

Aflinn var 13-14 tonn en í gær var hann um 30 tonn.

Sigurfari GK 138 hét áður Hvanney SF 51 en Nesfiskur keypti hann frá Hornafirði árið 2019.

Báturinn var smíðaður í Huangpu Shipyard skipasmíðastöðinni í Kína árið 2001 og hét upphaflega Happasæll KE 94. 

Báturinn er 28,91 metrar að lengd, breidd hans er 9 metrar og hann mælist 358,36 að stærð.

Aðalvél Sigurfara GK 138 er 1000 hestafla (738 kW) Catherpillar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution