Særif kemur að landi í Sandgerði

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Særif SH 25 kom til hafnar í Sandgerði sl. föstudag og þá voru þessar myndir teknar af bátnum.

Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík.

Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið 2012 hjá Trefjum í Hafnarfirði. Eftir að báturinn var lengdur um þrjá metra árið 2013 fékk hann nafnið Hálfdán Einarsson ÍS 128.

Árið 2015 var báturinn seldur Melnesi ehf. á Hellisandi og fékk hann þá nafnið Særif SH 25.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Benni Sæm GK 26

2430. Benni Sæm GK 26 ex Sæljón RE 19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Benni Sæm GK 26 kemur hér að landi í Sandgerði en hann er gerður út af Nesfiski til dragnótaveiða.

Benni Sæm er einn hinna svo­kölluðu Kína­báta sem smíðaðir voru í Dali­an í Kína og komu til lands­ins á ár­inu 2001. Hann hét upphaflega Sæljón RE 19.

Vorið 2003 kaupir Nesfiskur bátinn og hann fær nafnið Benni Sæm GK 26.

Benni Sæm hefur líkt og Siggi Bjarna GK 5 verið lengdur og fóru þær breytingar fram í Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 2014.

Báturinn er 134,7 BT að stærð en mesta lengd hans er 23,94 metrar. Aðalvélin er 448 Kw. frá Cummins.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Grímsnes GK 555

89. Grímsnes GK 555 ex Grímsnes BA 555. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Grímsnes GK 555 kemur hér að landi í Njarðvík fyrir helgi en báturinn er gerður út af Maron ehf. til netaveiða.

Upphaflega hét báturinn Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði, smíðaður í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk As í Noregi 1963 fyrir Varðarútgerðina hf á Stöðvarfirði.

Báturinn sem er 179 brl. að stærð hefur heitið eftirfarandi nöfnum í gegnum tíðina:

Mímir ÍS, Hafaldan SU, Ásgeir Magnússon GK, Árni Geir KE, Happasæll KE, Sædís HF, Mímir ÍS, Sædís ÍS, Grímsnes GK, Grímsnes HU, Grímsnes GK Grímnes BA og Grímsnes GK.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristján HF 100 kemur að landi

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Kristján HF 100 kemur hér að landi í Grindavík í sl. föstudagskvöld en hann er gerður út af Fiskvinnslunni Kambi hf. í Hafnarfirði.

Kristján HF 100 er yfirbyggður Cleopatra 46B beitningavélarbátur frá Trefjum sem var afhentur sumarið 2018. Báturinn er 14 metrar að lengd og mælist 30 brúttótonn

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution