IMO 8843018. Nivenskoye K 1966. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021. Rússneski togarinn Nivenskoyen kom til Hafnarfjarðar í gærmorgun og fór aftur um miðjan daginn. Togarinn, sem var smíðaður árið 1991, er 104 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4,407 GT að stærð. Heimahöfn Nivenskoye er Kalinigrad sem er rússnesk borg við Eystrasalt. Borgin og … Halda áfram að lesa Nivenskoye kom og fór
Day: 24. apríl, 2021
Hópsnes GK 77
2457. Hópsnes GK 77 ex Katrín SH 575. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Línubáturinn Hópsnes GK 77 var sjósett í gær eftir skveringu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og voru þessar myndir teknar þá. Fyrst fór báturinn inn í Keflavíkurhöfn en sigldi til Grindavíkur síðar um daginn og va stefnt að róðri í gærkveldi. Ekki er langt síðan … Halda áfram að lesa Hópsnes GK 77
Siggi Bjarna kemur að
2454. Siggi Bjarna GK 5 ex Ýmir BA 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Dragnótabáturinn Siggi Bjarna GK 5 kemur hér til hafnar í Sandgerði í fyrradag en hann er einn þriggja báta sem Nesfiskur gerir út á dragnót. Siggi Bjarna GK 5 hét upphaflega Ýmir BA 32 og er einn Kínabátanna sem komu haustið 2001. … Halda áfram að lesa Siggi Bjarna kemur að