Nivenskoye kom og fór

IMO 8843018. Nivenskoye K 1966. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Rússneski togarinn Nivenskoyen kom til Hafnarfjarðar í gærmorgun og fór aftur um miðjan daginn.

Togarinn, sem var smíðaður árið 1991, er 104 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4,407 GT að stærð.

Heimahöfn Nivenskoye er Kalinigrad sem er rússnesk borg við Eystrasalt.

Borgin og samnefnt hérað í kring liggja milli Litháens og Póllands en eru aðskilin frá öðrum hlutum Rússlands af Eystrasaltslöndunum og Hvíta-Rússlandi.Wikipedia

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hópsnes GK 77

2457. Hópsnes GK 77 ex Katrín SH 575. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Hópsnes GK 77 var sjósett í gær eftir skveringu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og voru þessar myndir teknar þá.

Fyrst fór báturinn inn í Keflavíkurhöfn en sigldi til Grindavíkur síðar um daginn og va stefnt að róðri í gærkveldi.

Ekki er langt síðan það birtist mynd af Hópsnesinu, sem er í eigu stakkavíkur, hér en upphaflega hét báturinn Katrín RE 375. 

Katrín var smíðuð árið 2000 hjá Bátagerðinni Samtak fyrir Rafn ehf. í Reykjavík.

Sumarið 2006 varð báturinn SH 575 og heimahöfn Ólafsvík. Hann var lengdur árið 2008 og mælist í dag 29 BT að stærð.

Stakkavík hf. í Grindavík keypti bátinn í lok síðasta árs og í janúar sl. fékk hann nafnið Hópsnes GK 77.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Siggi Bjarna kemur að

2454. Siggi Bjarna GK 5 ex Ýmir BA 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Dragnótabáturinn Siggi Bjarna GK 5 kemur hér til hafnar í Sandgerði í fyrradag en hann er einn þriggja báta sem Nesfiskur gerir út á dragnót.

Siggi Bjarna GK 5 hét upphaflega Ýmir BA 32 og er einn Kínabátanna sem komu haustið 2001. Nesfiskur hf. (Dóri ehf.) keypti hann sumarið 2003 og veturinn 2015 var hann lengdur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Báturinn er 134,74 BT að stærð, mesta lengd hans er 23,98 metrar og breiddin 6,40 metrar. Aðalvélin er 448 Kw. frá Cummins.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution