
Benni Sæm GK 26 kemur hér að landi í Sandgerði en hann er gerður út af Nesfiski til dragnótaveiða.
Benni Sæm er einn hinna svokölluðu Kínabáta sem smíðaðir voru í Dalian í Kína og komu til landsins á árinu 2001. Hann hét upphaflega Sæljón RE 19.
Vorið 2003 kaupir Nesfiskur bátinn og hann fær nafnið Benni Sæm GK 26.
Benni Sæm hefur líkt og Siggi Bjarna GK 5 verið lengdur og fóru þær breytingar fram í Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 2014.
Báturinn er 134,7 BT að stærð en mesta lengd hans er 23,94 metrar. Aðalvélin er 448 Kw. frá Cummins.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution