
Hafborg NS 48 var smíðuð í bátasmiðjunni Mótun árið 1987 fyrir Vopnfirðingana Guðna Þ. Sigurðsson og Einar Guðnason.
Hafborgin, sem sést á myndinni koma til hafnar í Sandgerði um árið, var Gáski 1000. Hún var tæpar 10 brl. að stærð og búin 271 hestafla Mermaidvél.
Hafborg var seld til Færeyja og tekin af skipaskrá í ágústmánuði árið 2003. (heimild aba.is)
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.