Grásleppubáturinn Dalborg EA 317

2387. Dalborg EA 317 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Grásleppubáturinn Dalborg EA 317 kemur hér að landi á Dalvík í dag báturinn hét upphaflega Dínó HU 70 og var smíðaður árið 1999 í bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Báturinn var af gerðinni Cleopatra 28 en eftir lengingu er hann Cleopatra 31L.

Dínó HU 70 var seldur til Húsavíkur haustið 2003 og fékk nafnið Katrín ÞH 5. Síðan hefur báturinn heitið Katrín HF 50, Katrín SH 41, Siglunes SH 22, Kristín KÓ 251, Bjargey ÞH 238, Tumi EA 84 og loks Dalborg EA 317.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér koma fleiri myndir sem teknar voru þegar hið nýja og glæsilega skip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, kom til Akureyrar.

Skipið lagðist að bryggju í Krossanesi og fóru skipverjar í skimun vegna Covid 19 og að henni lokinni fór skipið aftur út á Eyjafjörðinn þar sem það mund dóla til fyrramáls.

Ráðgert er að skipið komi „formlega“ til heimahafnar í fyrramálið og leggist að Togarabryggjunni klukkan 10.00.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á Eyjafirði

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sigldi inn á Eyjafjörð í morgun og var þessi mynd tekin á Svalbarðseyri þegar hann sigldi þar hjá á leið sinni til Akureyrar.

Meira síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution