Hafrafell SU 65

2912. Hafrafell SU 65 ex Hulda GK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Hafrafell SU 65 kemur hér að landi í Grindavík á dögunum en báturinn var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir BG Nes ehf. á Siglufirði.

Báturinn hét Oddur á Nesi SI 76 og kom til heimahafnar á Siglufirði upp úr miðjum janúar 2017.

Seldur Blikabergi ehf. í júlí 2017 og fékk þá nafnið Hulda HF 17, um ári síðar var heimahöfn Huldu skráð í Sandgerði og hún GK 17.

Blikaberg ehf. seldi Huldu GK 17 til Háuaxlar ehf. vorið 2019 og fékk hún þá nafnið Hafrafell SU 65.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Aðalbjörg RE 5

1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það er gaman að taka lóðréttar bátamyndir annað slagið og innsiglingin til Sandgerðishafnar er tilvalin til þess háttar myndatöku.

Hér er það Aðalbjörg RE 5 sem sigldi fyrir linsuna en stutt er síðan myndir úr þessari seríu birtust.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dóri GK 42 kemur að landi í Sandgerði

2604. Dóri GK 42 ex Óli G HF 22. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Dóri GK 42 kemur hér að landi í Sandgerði fyrir helgi en það er Nesfiskur sem gerir bátinn út.

Báturinn var smíðaður hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2004 og hét upphaflega Keilir II AK 4. Hann var í eigu samnefnds fyrirtækis á Akranesi.

Árið 2013 kaupir Blikaberg ehf. bátinn og hann fær nafnið Óli G, fyrst ÍS 122 og síðar HF 22.

Nesfiskur kaupir Óla G HF 22 vorið 2104 og upp úr því fékk hann nafnið Dóri GK 42.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Klettur ÍS á sæbjúgnaveiðum

1426. Klettur ÍS 808 ex Klettur MB 8. Ljósmynd Þór Jónsson 2021.

Þór Jónsson sendi mér þessa mynd sem hann tók í morgun undan Berufirði og sýnir hún Klett ÍS 808 að sæbjúgnaveiðum.

Það er Áurora Seafood ehf. sem gerir bátinn út en upphaflega hét hann Hvanney SF 51 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1975

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.