
Maggi Jóns tók þessa mynd af Jökli ÞH 299 í Hafnarfirði en báturinn hefur legið þar undanfarnar vikur en er nú farinn af stað. Held ég.
Jökull var smíðaður í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd hans er 44 metrar og breiddin 10 metrar.
GPG Seafood keypti skipið á síðasta ári og er heimahöfn þess Raufarhöfn.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution