Diddó ÍS 232

369. Diddó ÍS 232 ex Diddó RE 232. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Diddó ÍS 232 hét alla tíð þessu nafni en upphaflega var hann Diddó BA 45 með heimahöfn á Patreksfirði.

Báturinn, sem var 8 brl. að stærð, var smíðaður úr furu og eik í Bátalóni í Hafnarfirði fyrir Þorstein Friðþjófsson á Patreksfirði. Hann var búinn 44 hestafla Kelvinvél. Smíðaár 1963.

Báturinn bar eins og áður segir alla tíð nafnið Diddó en einkennisstafir og númer voru þessi: Frá 1963-1980 BA 45, frá 1980-1982 KÓ 7, frá 1982-1988 RE 232, 1988-1991 ÍS 232 og AK 232 frá 1991 til ársins 1994.

Báturinn var afskráður af skipaskrá árið 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd