Ný Cleopatra 50 til Englands, mun veiða humar í gidrur

Dylharis H101. Ljósmynd Trefjar 2020.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi núna nýverið nýjan Cleopatra bát til Bridlington á austurströnd Englands.

Að útgerðinni stendur Ben Woolford sjómaður frá Bridlington sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn, sem er 30 BT að stærð, hefur hlotið nafnið Dylhàris og er af gerðinni Cleopatra 50.

Í bátnum eru tvær aðalvélar er af gerðinni FPT C90 tengd ZF 286IV gírum.

Báturinn er útbúinn 18kW rafstöð af gerðinni Nanni.  Siglingatæki koma að stærstum hluta frá Simrad og Raymarine.  Báturinn er með uppsettar Olex og MaxSEA skipstjórnartölvur.

Hann einnig útbúin með vökvadrifnum skut og bógskrúfum sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og töskukrabba.  Reiknað er með að báturinn muni draga 1000 gildrur á dag.

Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.  Með þessu fyrirkomulagi fæst mun meira aflaverðmæti.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 20 stk. 660 lítra kör í lest.  Í vistarverum er, svefnpláss fyrir fimm.  Fullbúin eldunaraðstöðu með öllum tækjum.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Bridlington allt árið og hefur báturinn þegar hafið veiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s