Örninn GK 204

2606. Örninn GK 204 ex Guðfinnur GK 19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Línubáturinn Örninn GK 204 kemur hér að landi í Grindavík vorið 2008.

Báturinn var smíðaður hjá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði fyrir Guðmund Ragnar Guðmundsson útgerðarmaður frá Drangsnesi. Báturinn, sem er af gerðinni Cleopatra 38, var afhentur í febrúar 2004 og fékk nafnið Kristbjörg ST 6. 

Í upphafi árs 2006 fékk báturinn nafnið Guðfinnur KE 19 en þá hafði hann verið seldur til Keflavíkur.

Í janúarmánuði árið 2007 fær báturinn nafnið sem hann ber á myndunum sem nú birtast, Örninn GK 204.

Í marsmánuði 2014 er hann seldur norður í Fjallabyggð og verður Örninn ÓF 28, í apríl 2016 fær hann nafnið Jón á Nesi ÓF 28.

Sumarið 2018 er báturinn aftur kominn suður og heitir í dag Lómur KE 67. Útgerð GunGum ehf. og heimahöfnin Keflavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s