
Geir SH 217 er hér að færa sig til í Reykjavíkurhöfn um árið, sennilega eftir löndun á markað.
Geir SH 217 hét upphaflega Sigrún ÍS 900 á íslenskri skipaskrá og var fyrst í eigu Theodórs Nordquist og Svavars Péturssonar og síðar Ásrúnar hf. á Ísafirði. Hann var smíðaður í Finnlandi 1979 en keyptur hingað til lands 1986.
Báturinn var seldur til Ólafsvíkur og fékk nafnið Geir SH 217. 1994 var hann seldur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann fékk nafnið Gústi í Papey SF 88.
Frá Hornafirði fór báturinn til Raufarhafnar árið 1995 en þar staldraði hann stutt við og seldur úr landi 1996. Á Raufarhöfn fékk hann nafnið Sléttunúpur og var ÞH 272.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution