
Ársæll ÁR 66 kom til Húsavíkur 5. mars árið 2012 þeirra erinda að láta gera við rækjutrollið.
Báturinn hét upphaflega Ársæll Sigurðsson GK 320 og var með heimahöfn í Hafnarfirði. Síðar hét hann lengi vel Arney KE 50 frá Keflavík.
Því næst Auðunn ÍS 110 Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41 og loks Ársæll ÁR 66.
Báturinn var smíðaður í Brattavogi í Noregi árið 1966 fyrir Ársæl s/f í Hafnarfirði. Yfirbyggður og skipt um brú á Akureyri um 1980.
Eftir að Skinney-Þinganes hf. keypti Auðbjörgu ehf. í Þorlákshöfn, sem hafði þá átt bátinn í nokkur ár, árið 2016 var Ársæll seldur í brotajárn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.