Búi EA 100

1153. Búi EA 100 ex Sæþór SF 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Búi EA 100 kemur hér úr línuróðri í byrjun júnímánaðar árið 2005. Þá var báturinn í eigu Bjarma ehf. á Dalvík.

Stefán Stefánsson keypti bátinn, sem hét Sæþór SF 244, frá Hornafirði í lok árs 1999 og nokkru síðar fékk hann nafnið Búi EA100.

Bjarmi ehf. keypti Búa, sem er 11 brl. að stærð, af Stefáni haustið 2004 og gerði út til ársins 2007 að Stefán Þengilsson keypti hann og nefndi Góa ÞH 25.

Báturinn var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf. á Seyðisfirði árið 1971 Hét Sæþór SU 175 með heimahöfn á Eskifirði. Hann var seldur til Hornafjarðar árið 1994, hélt nafni en varð SF 244 eins og áður hefur komið fram.

Meira um bátinn kemur síðar en hann heitir Margrét SU 4 í dag.

Við færslu sem birtist af öðrum Búa EA 100 á dögunum kemur fram að stýrishúsið sem var á honum er sama húsið og er á þessum á myndunum og er enn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s