
Búi EA 100 hét upphaflega Fjarðará KE 23 og var smíðaður árð 1971 í Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar á Akureyri.
Á vef Árna Björns Árnasonar, aba.is segir:
Smíðaður fyrir Sigurbjörn Sigurjónsson, Keflavík, sem átti bátinn í tvö ár. Samkvæmt ritinu „Íslensk skip“ þá var báturinn dekkaður þriggja ára gamall á Kópaskeri og fékk þá nafnið Fjalar ÞH-188.
Frá Kópaskeri fór báturinn að Botnsskála í Hvalfirði og hét þar Fjalar MB-18. Frá Hvalfirði lá leið hans á Þingeyri þar sem hann fékk nafnið Fjalar ÍS-54. Árið 1980 kom báturinn til Dalvíkur og hét þar Búi EA-100.
Siglingastofnum skráir bátinn síðan á Grenivík sem Frosta ll ÞH-220 þá á Ólafsfjörð sem Hafey ÓF-5 og síðast á Hofsós, sem Hafey SK-9.
Báturinn hét Hafey SK-9 er hann var notaður í áramótabrennu 31. desember árið 2000. Hann var síðan felldur af skipaskrá 17. janúar. 2001.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution